Copy
Skoða í vafra

FRÉTTABRÉF / JANÚAR 2019

Vinnustofur 2019

Í síðasta fréttabréfi sögðum við að einn af mörgum kostum þess að vera hluti af eTwinning samfélaginu er að kennarar geta reglulega sótt um að fara á tengslaráðstefnur og vinnustofur þar sem þeir mynda tengslanet við aðra kennara í Evrópu. Í slíkum ferðum þróa kennarar starf sitt, finna nýja samstarfsfélaga og vinna að nýjum eTwinning-verkefnum.

Á þessu ári munum við bjóða kennurum á sjö vinnustofur/tengslaráðstefnur. Í desember sögðum við að þær yrðu sex en sú sjöunda bættist við fljótega eftir áramót með þátttöku okkar í hinu norræna CRAFT-verkefni. Sigurður Freyr, Bibbi, kennari við Síðuskóla á Akureyri, er einmitt staddur í London ásamt þremur nemendum sínum í tengslum við verkefnið.

Næsta vinnustofa sem við ætlum að styrkja kennara til að fara á verður einnig tengd CRAFT en hún verður í Kaupmannahöfn í mars. Við opnum hér með fyrir umsóknir á hana (
bit.ly/eTcraft19) en hægt er að sækja um til og með 7. febrúar.

Verkefni mánaðarins: MATH 3.0

 

„Ég mæli með þessu fyrir hvern sem er“

 

Við hjá landskrifstofu eTwinning ætlum okkur að fjalla meira um eTwinning-verkefni sem kennarar hér á landi taka þátt í og höfum því ákveðið að velja í hverjum mánuði verkefni mánaðarins. Fyrsta verkefni mánaðarins er MATH 3.0: An Amazing Trip through History - og er það ekki valið af handahófi.

Ástæðan er þessi: Cultural Heritage, eða menningararfleið, var þema eTwinning á nýliðnu ári. Í eTwinning-vikunum í október voru kennarar hvattir sérstaklega til að stofna verkefni sem tengjast að einhverju leyti menningu þeirra landa. Í nóvember var svo tilkynnt um hvaða verkefni fengi sérstök Cultural Heritage verðlaun. Það er okkur svo sönn ánægja að segja það aftur að verkefnið sem hlaut verðlaunin var Math 3.0 sem unnið var af þremur löndum; Póllandi, Frakklandi og síðast en ekki síst, Íslandi! Tveir íslenskir kennarar unnu að verkefninu; Sólveig Kristjánsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson, bæði frá Víðistaðaskóla þá en Sólveig hefur nú fært sig um set og starfar nú hjá Flensborgarskóla.

 

Verkefnið snerist um, eins og titill þess gefur til kynna, að læra stærðfræði í sögulegu samhengi. Farið var í upphaf stærðfræðinnar og þróun hennar rakin, allt frá upphafi talna til algebru. Í spjalli við okkur sagði Sólveig að með því að rekja söguna með þessum hætti komust nemendurnir sjálfir að merkilegum stærðfræðilegum uppgötvunum, „þau voru t.d. látin uppgötva Pí,“ sagði Sólveig í spjalli við okkur.

Verkefninu var skipt í þrjá flokka; 1. tölur, 2. rúmfræði og 3. algebru. Þjóðirnar þrjár skiptu með sér verkum og sáu íslensku kennararnir um að hann annan hluta, rúmfræði.


Nemendur unnu margvísleg verkefni og þá gjarnan á sama tíma í löndunum þremur. Sem dæmi mætti nefna verkefni um ummál jarðar. Stuðst var við sömu aðferð og Eratosþenes (276 f.Kr.-194 f.Kr.) þegar hann reiknaði fyrstur manna ummál jarðar fyrir um 2200 árum síðan. Til að framkvæma þessa útreikninga fóru nemendur á Íslandi, Póllandi og Frakklandi allir út á sama tíma sama dag, settu niður prik í jörðina og mældu hornið á skugganum sem féll frá prikinu. Mjög mikilvægt var að nemendur mældu skuggann á nákvæmlega sama tíma, líkt og Eratosþenes gerði á sínum tíma.

Niðurstöður nemenda voru skuggalega nálægt réttu ummáli jarðar eins og það er mælt með nútímatækni. Nemendum varð ljóst hvernig ummál er reiknað og hvernig stærðfræðin getur birst okkur með margvíslegum hætti, og ekki endilega með aðstoð vasareiknis eða formúlublaðs; allt á sér skýringu í sögunni og er mikilvægt að læra stærðfræði með því að fá innsýn inn í huga og veruleika fyrstu stærðfræðinganna og hvernig þeir komust að aðferðunum sem enn eru notaðar í dag.

Verkefnið var hluti af stærra Erasmus+ verkefni og var einn þáttur í því að heimsækja nemendur í Póllandi og Frakklandi. Heimsóknirnar og samvinnan í eTwinning leiddi af sér vináttu nokkurra sem mun endast út ævina. Sólveig sagði að verkefnið hafi verið mjög vel heppnað og að eTwinning samvinnan hafi verið skemmtileg. „Ég mæli með þessu fyrir hvern sem er,“ sagði hún að lokum.

Verkefnið MATH 3.0 er opið og öllum notendum aðgengilegt á Twinspace. Við hvetjum kennara til að skoða síðuna: https://twinspace.etwinning.net/23069

Verkefnapakkar (Project Kits)

Verkefnapakkar (Project Kits) eru tilbúnar verkefnalýsingar sem kennarar hafa aðgang að inn á eTwinning Live. Verkefnalýsingarnar eru ítarlegar og er öllum stigum verkefnisins lýst skref fyrir skref. Pakkarnir geta nýst sem gott tól fyrir byrjendur sem og lengra komna. Hægt er að leita að verkefnapökkum eftir erfiðleikastigi, námsgreinum og skólastigi og síðan lykilhæfni sem unnið er með í verkefninu. Sjá nánar hér https://www.etwinning.net/en/pub/projects/kits.cfm

Dæmi um auðvelt eTwinning verkefni er Have your Say on your Education.

Þetta verkefni er ætlað nemendum á aldrinum 10-15 ára og miðar að því að auka lýðræðisvitund nemenda. Verkefnin sem unnin eru með nemendum eiga að auka skilning nemenda á lýðræðislegum gildum, réttindum og ábyrgð þeirra.

Copyright © 2019 Rannís, All rights reserved.


Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list.